Tilgreind séreign

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð er 15,5% hjá öllum, en lífeyrissjóðum er heimilt að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreign.
Hvað er tilgreind séreign?

 

 

 

 

  • Hvað er tilgreind séreign?

    Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign, innan lágmarksiðgjalds.  Þá fer 3,5% í tilgreinda séreign sem er einkaeign sjóðfélaga og 12% í samtryggingu.  

  • Hverjir eiga rétt á tilgreindri séreign?

    Sjóðfélagi getur samkvæmt lögum ráðstafað 3,5% af lágmarksiðgjaldi sem er 15,5% inn á tilgreinda séreign. Lífeyrissjóðirinn þinn veitir nánari upplýsingar, en mikilvægt er að taka upplýsta ákvörðun um þennan möguleika. 

  • Hvenær er hægt að byrja taka út tilgreinda séreign?

    Tilgreinda séreign er hægt að taka út við 62 ára aldur. Hægt er að dreifa greiðslum á fimm ára tímabil til 67 ára. 

  • Er hægt að ráðstafa tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign?

    Já, það er hægt að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

  • Hvernig er tilgreind séreign frábrugðin "venjulegum" séreignarsparnaði

    • Tilgreinda séreign má byrja að taka út fimm árum fyrir hefðbundinn lífeyristökualdur sem er oftast 62 ára (67 ára viðmið).
    • Annan séreignarsparnað má taka út þegar sextugsaldri er náð.
    • Tilgreindri séreign er unnt að ráðstafa skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að tilteknum skilyrðum uppfylltum. 
    • Við andlát sjóðfélaga rennur tilgreind séreign til eftilifandi maka og barna líkt og annar séreignarsparnaður.
    • Í báðum tilfellum þ.e. séreignarsparnaður og tilgreind séreign geta sjóðfélagar valið ávöxtunarleiðir 
  • Hefur tilgreind séreign áhrif á örorku- og makalífeyri?

    Já. Með ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign ávinnst ekki, hvað þau iðgjöld snertir, réttur til ævilangs ellilífeyris, né örorku- og makalífeyris með framreikningi. 

  • Erfist tilgreind séreign?

    Já. Tilgreind séreign erfist samkvæmt erfðalögum.