Fræðsla

Landssamtök lífeyrissjóða leggja mikla áherslu á fræðslu um lífeyrismál og það gera lífeyrissjóðir einnig. 

Markmið samtakanna er að auka fræðslu til almennings um lífeyrismál  með því að  bjóða upp á fræðslu undir heitinu Lífeyrisvit fyrir vinnustaði, félagasamtök og aðra áhugasama þeim að kostnaðarlausu. Kynningin tekur um hálfa klukkustund og hægt er að panta kynningu hér.

Fræðsla um lífeyrismál Lífeyrisvit er almenn fræðsla um lífeyrismál þar sem lögð er áhersla á að einstaklingar kynni sér réttindi sín hjá lífeyrissjóðum, átti sig á hvernig kerfið virkar og leiti sér ráðgjafar eftir þörfum. 

Hér má nálgast kynninguna 

Þá eru samtökin aðilar að Fjármálaviti sem er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla landsins. Verkefnið er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða. Tilgangurinn með Fjármálaviti er að veita innblástur í kennslu um fjármál og bjóða aðgengilegt og gott námsefni. Námsefnið byggir á kennslubókunum „Fyrstu skref í fjármálum“ fyrir grunnskóla og „Farsæl skref í fjármálum“ fyrir framhaldsskóla. 

Samtökin hafa einnig verið í samstarfi við ASÍ um fræðslu í framhaldsskólum á undanförnum árum.  Þar hefur myndband landssamtakanna „Lífeyrisjóðakerfið á 90 sek“ verið tvinnað inn í fræðslu ASÍ um ýmis mál sem tengjast réttindum og skyldum á vinnumarkaði, lestri launaseðla o.fl. Myndbandið er einnig til á ensku og pólsku.  

Landssamtökin eru virk á samfélagsmiðlum, þá aðallega Facebook og  Instagram, undir Lífeyrismál.is.

Fræðslumyndbönd um lífeyrismál 

Á Youtuberás samtakanna er að finna fjölda myndbanda um lífeyrissjóðakerfið. Nánar um hægt að lesa um efni og tilurð myndbandanna undir Fræðslumyndbönd hér hægra megin á síðunni.  

Myndbönd eru einnig til á ensku  „Educational videos“ og pólsku síðunni undir „Filmy edukacyjne

Öll afnot af myndböndum Landssamtaka lífeyrissjóða eru heimil í fræðsluskyni.